Helena Sverrisdóttir besti leikmaður Dominos deildar kvenna síðustu tvö ár og landsliðskona verður með körfuboltabúðir fyrir stelpur í ágúst.

Búðirnar eru fyrir allar stelpur á aldrinum 8-16 ára. Þjálfarar koma úr öllum áttum og leikmenn A-landsliðs kvenna kíkja í heimsókn. Einnig verður boðið uppá fyrirlestur og kennslu í grunn-styrktaræfingum.

Körfuboltabúðirnar fara fram í Origo-höllinni að hlíðarenda helgina 16.-18. ágúst. Hópnum verður skipt í tvo hópa eftir aldri en nánari upplýsingar má finna hér að neðan: