Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er genginn til liðs við lið Unics Kazan frá Kazan í Rússlandi. Þetta var tilkynnt á twittersíðu liðsins í dag. Liðið hefur leikið í Eurocup undanarin ár og varð í þriðja sæti í rússnesku VTB deildinni síðastliðna leiktíð.

Haukur Helgi lék síðast fyrir Nanterre í Frakklandi þar sem hann átti flott tímabil.

Haukur hefur staðfest þetta á twitter-síðu sinni.

https://twitter.com/haukurpalsson/status/1146858933887389701