Íslenska karlalandsliðið, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, lék í dag þriðja leik sinn í B-deild Evrópumótsins sem fram fer í Matosinhos í Portúgal. Andstæðingar dagsins voru Rússar, og er skemmst frá því að segja að íslenska liðið var númeri of lítið fyrir sterkt lið Rússa, sem leiddi allan leikinn og vann að lokum 21 stigs sigur, 90-69.

Halldór Steingrímsson aðstoðarþjálfari liðsins ræddi við Körfuna eftir leik og má finna viðtalið í heild hér að neðan: