Gunnar Ólafsson sem lék með Keflavík í Dominos deildinni á síðustu leiktíð hefur rift samningi sínum við liðið. MBL greindi frá þessu í morgun.

„Mark­miðið er að spila er­lend­is á næstu leiktíð og ég er í raun bara að vinna í því núna að koma mér út,“ sagði Gunnar í samtali við mbl.is og bætti við:

„Þessi ákvörðun mín að yf­ir­gefa Kefla­vík hef­ur ekk­ert með það að gera að Sverr­ir hafi hætt með liðið. Ég rifti mín­um samn­ingi dag­inn áður en Sverr­ir sagði upp, þannig að það var í raun bara til­vilj­un að þetta skyldi hitt­ast svona á.“

Gunnar er þessa dagana að æfa með A-landsliðinu fyrir verkefni í forkeppni Eurobasket 2021. Fyrsti leikur landsliðsins verður á Portúgal þann 7. ágúst, síðan verða tveir heimaleikir við Sviss og Portúgal í Laugardalshöllinni 10. og 17. ágúst og að lokum mun liðið halda út til Sviss og freista þess að stela útisigri þann 21. ágúst.