Undirbúningur fyrir evrópumót A-landsliða karla hófst formlega í dag þegar dregið var í riðla fyrir undankeppnina. Mótið fer fram í nokkrum löndum um evrópu árið 2021.

Dregið var í riðla en Ísland þarf fyrst að fara í gegnum forkeppnina sem fram fer í ágúst á þessu ári þar sem liðið mætir Sviss og Portúgal. Sigurvegarar þess riðils kemst svo í undankeppnina sjálfa.

Fari svo að Ísland komist þangað þá bíður ansi ærið verkefni liðsins í undankeppninni. Sigurvegarinn mætir Serbíu, Finnlandi og Georgíu í undankeppninni sjálfri sem hefst í nóvember á þessu ári.