Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar missa framherjann Collin Pryor fyrir næsta tímabil. Þetta tilkynnti félagið fyrr í dag.

Collin hefur leikið með Stjörnunni síðustu tvö tímabil en hann hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðustu leiktíð. Hann lék 63 leiki með félaginu síðustu ár auk þess að þjálfa yngri flokka félagins.

Pryor var með 10,1 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í leik fyrir Stjörnuna á síðustu leiktíð. Auk þess á hann fjóra landsleiki að baki með íslenska landsliðinu.