Snæfell hefur samið við bandaríska leikmanninn Chandler Smith um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino’s deild kvenna.

Chandler, sem spilar í bakvarðarstöðunni, kemur úr Gonzaga háskólanum þar sem hún var með 9,2 stig og 5,0 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili en hún var í byrjunarliðinu í öllum 34 leikjum liðsins sem fór í 32 liða úrslit NCAA deildarinnar.

Chandler leysir af hólmi hina geysi öflugu Kristen McCarthy sem missti af lokum síðasta tímabils, hennar þriðja með Snæfelli, sökum höfuðmeiðsla.

Chandler Smith i Snæfell!Chandler Smith hefur skrifað undir samning um að leika með kvennaliði Snæfells á næstu…

Posted by Körfuknattleiksdeild Snæfells on Monday, July 1, 2019