Nýliðar Grindavíkur ætla sér stóra hluti í Dominos deild kvenna á komandi leiktíð. Í gær samdi liðið við Bríeti Sif Hinriksdóttur.

Bríet kemur frá Stjörnunni þar sem hún hefur leikið síðustu þrjú tímabil, hún er uppalin hjá Keflavík. Bríet var lykilleikmaður hjá liði Stjörnunnar sem komst í úrslit bikarkeppninnar og í úrslitakeppni Dominos deildarinnar. Hún endaði með 13,4 stig og 4,3 fráköst að meðaltali í leik.

Einnig var hún í A-landsliðið Íslands á síðustu verkefnum og kom sterk inn af bekknum í þeim verkefnum. Samningur Grindavíkur er til tveggja ára.