Breiðablik hefur samið við bandaríska leikmanninn Violet Kapri Morrow um að spila með þeim í Domino’s deild kvenna á komandi tímabili.
Violet, sem er 21 árs og um 172 cm á hæð, er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað sem bakvörður og framherji.

Violet hefur leikið síðustu fjögur tímabil með Eastern Washington háskólanum sem leikur í Big Sky deildinni í NCAA og lenti þar í 6. sæti síns riðils með 9 sigra og 11 töp á síðasta tímabili. Hún lék um 33 mínútur í leik á tímabilinu og var með 18,0 stig, 6,5 fráköst og 1,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Breiðablik féll úr Úrvalsdeildinni síðastliðið vor en tók sæti Stjörnunnar sem gaf eftir sæti sitt í deildinni í júní.