Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Arnoldas Kuncaitis Litháenskan þjálfara. Þetta var tilkynnt á heimasíðu KR í gær en í tilkynningunni segir:

Arnoldas mun vera Inga Þór til aðstoðar hjá meistaraflokk, þjálfa Unglinga- og drengjaflokk semog minnibolta drengja.

Arnoldas kom til landsins í fyrra og þjálfaði við góðan orðstýr hjá Tindastól þar sem hann þjálfaði meistaraflokk kvenna, var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og var einnig með aðra yngri flokka.

Arnoldas 24 ára metnaðarfullur þjálfari sem hefur þjálfað í fjögur ár, kappinn kemur úr körfuboltafjölskyldu þar sem faðir hans var aðstoðarþjálfari Litháenska liðsins á sigursælum tíma.

Arnoldas hefur í sumar fylgt liði föður síns í Rússlandi og líklegur til landsins í ágúst.