Undir 18 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Oradea í Rúmeníu. Í dag tapaði liðið sínum öðrum leik á mótinu fyrir Tékklandi, 65-103.

Íslensku drengirnir áttu erfitt uppdráttar frá fyrstu mínútu í leik dagsins. Tékkland náði að byggja upp þægilega forystu strax í fyrsta leikhlutanum, sem endaði 8-29 þeim í vil. Undi lok fyrri hálfleiksins var svo meira af því sama, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 22-52.

Í seinni hálfleiknum náði Ísland aðeins að spyrna við. Tapa þriðja leikhlutanum þó með 6 stigum og eru því 36 stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 40-76. Fjórði leikhlutinn því nánast formsatriði, sem Tékkland klárar að lokum með 38 stiga sigri á Íslandi.

Júlíus Orri Ágústsson atkvæðamestu fyrir Ísland í dag, en hann skoraði 13 stig, tók 7 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum á tæpum 29 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks

Hérna er upptaka af leiknum

Næsti leikur liðsins er kl. 13:15 á morgun gegn Ísrael.