Bakvörðurinn Andrée Michelsson, sem leikið hefur með Hetti undanfarin tvö tímabil, hefur samið við 1. deildar lið Sindra frá Höfn í Hornafirði.

Hann var með 11,5 stig að meðaltali í leik í deildar- og úrslitakeppninni á síðasta tímabili fyrir Hött en mest skoraði hann 37 stig í einum leik.

Andrée, sem á íslenska móður, ólst upp í Malmö í Svíþjóð en flutti til Íslands árið 2016 og spilaði sitt fyrsta tímabil hér á landi fyrir Snæfell í Úrvalsdeild karla þar sem hann skoraði 11,7 stig að meðaltali í leik.

Áður en hann kom til Íslands lék hann með yngri landsliðum Svíþjóðar og árið 2016 var hann valinn í æfingarhóp U-20 landsliðs Íslands en komst ekki í lokahópinn.

Penninn góði heldur áfram að vinna yfirvinnu. Íslenski svíinn Andrée Michelsson en nýjasta viðbót Sindra fyrir 2019-2020…

Posted by Körfuknattleiksdeild Sindra on Friday, July 12, 2019