KR-ingurinn Almar Orri Atlason var nýlega valinn Camper of the week (besti leikmaður) í IMG Academy sumarbúðunum í Bandaríkjunum. Hann hefur í kjölfarið fengið boð um að ganga til liðs við þá á næsta tímabili.

Almar vakti einnig athygli á Copenhagen invitational með undir 15 ára liði Íslands nú í vor og fékk í kjölfarið tilboð frá ítalska liðinu Stella Azzurra, en líkt og glöggir muna lék landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson upp yngri flokka þeirra. Stella hafa náð frábærum árangri í Evrópu síðustu ár og fóru m.a. í final four u18 Euroleague.

Samkvæmt heimildum mun leikmaðurinn ungi þó líklega ekki fara út strax, þó svo að vissulega sé um mikla viðurkenningu að ræða fyrir hann.