Nýliðar Álftaness hafa samið við Samuel Prescott Jr. um að leika með liðinu í 1. deildinni á komandi tímabili. Samuel þekk­ir vel til körfu­bolt­ans á Íslandi en hann lék áður með Fjölni og Ham­ar með góðum ár­angri.

Samuel lék háskólabolta með Marist og seinna meir Mount St. Mary á árunum 2009 til 2014. Hann lék tímabilið 2015-2016 með Hamri í 1. deildinni þar sem hann leiddi deildina í skorun með 29,6 stigum ásamt því að taka 9.8 fráköst að meðaltali í leik.

Eftir að hafa spilað á Spáni og í Ekvador, þá samdi Samuel við Fjölni fyrir 2017-2018 tímabilið þar sem hann skoraði 28,8 stig og tók 7,3 fráköst að meðaltali í leik.

Hrafn Kristjáns­son, þjálf­ari Álfta­ness, var ánægður með nýja manninn.
„Við erum ungt fé­lag sem er að leika í fyrsta skipti í 1. deild. Í ljósi þess fannst okk­ur mik­il­vægt að ráða til okk­ar leik­mann sem væri nokkuð ör­uggt að myndi skila okk­ur góðu fram­lagi. Sam er þekkt stærð í þess­ari deild og mjög fjöl­hæf­ur leikmaður sem get­ur hjálpað okk­ur á marg­an hátt á báðum end­um vall­ar­ins í bar­átt­unni sem bíður okk­ar.“

Samuel er ekki eina viðbótin sem nýliðarnir hafa fengið því Justin Shouse hefur tekið fram skóna og mun leika með liðinu í vetur. Liðið hefur einnig á að skipa fjölmiðlamanninum og stórskyttunni Kjartani Atla Kjartanssyni og verður því ekki árennilegt í frumraun sinni í 1. deildinni.

Köf­uknatt­leiks­deild Álfta­ness hef­ur gert samn­ing við Banda­ríkja­mann­inn Sam Prescott um að leika með liðinu á…

Posted by Álftanes körfubolti on Monday, July 22, 2019