Snæfell hefur samið við sterkan evrópskan leikmann en félagið er að safna liði fyrir Dominos deild kvenna á næstu leiktíð. Þetta er finnska landsliðskonan Veera Pirttinen sem mun leika með hólmurum á komandi leiktíð

Í tilkynningu Snæfells segir:
Veera Pirttinen hefur skrifað undir samning um að leika með kvennaliði Snæfells á næstu leiktíð. Veera spilaði í Þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og á að baki 9 landsleiki með finnska landsliðinu og er hún staðráðin í að fjölga þeim á næsta tímabili.

Veera er góð skytta og mun án efa reynast Snæfell vel á komandi leiktíð, Veera getur leyst stöður 1-3 á körfuboltavellinum.