Íslensku U16 og U18 landsliðin hefja leik á Norðurlandamóti yngri landsliða á morgun. Liðin mættu til Kisakallio í Finnlandi fyrr í dag þar sem mótið fer fram.

Fyrsti dagurinn var nýttur í að koma sér fyrir, æfingar og árlega myndatöku liðanna.

Líkt og venjan er voru teknar myndir af öllum liðum auk þjálfara og fylgdarliðs. Auk þess hefur skapast sú hefð að mynda alla þátttakendur hvers félags sem hefur verið stórskemmtileg viðbót við myndatökuna enda keppast félögin við að kynna sitt landsliðsfólk.

Myndasafnið má finna hér.

Andstæðingur Íslands á fyrsta degi verður Noregur en stúlka liðin hefja leik kl 13:30 á morgun en nánari upplýsingar um beinar útsendingar og hvar fylgjast megi með leikjunum koma á Körfuna í fyrramálið.

Karfan.is er á svæðinu og mun gera mótinu góð skil beint frá Finnlandi. Umfjallanir, myndir og viðtöl úr öllum leikjum Íslands auk annarra fregna.