Þá er komið að öðrum degi Norðurlandamótsins í ár og eru andstæðingar dagsins Svíþjóð. Svíar hafa mætt með sterk lið til leiks í gegnum tíðina og ljóst að verkefni dagsins er ærði.

Á síðasta ári vannst einn sigur á Sænska liðinu og var það U16 landslið drengja sem vann góðan sigur á sterku liði Svíþjóðar.

Leikir dagsins við Svíþjóð að íslenskum tíma:

Kl. 10.30 U16 stúlkur á velli SUSI 3.
Kl. 12.45 U18 stúlkur á velli SUSI 3.
Kl. 13.00 U18 drengir á velli SUSI 2.
Kl. 15.00 U16 drengir á velli SUSI 3.

Nánar verður fjallað um leiki dagsins á Karfan.is.

Lifandi tölfræði og dagskrá leikja má finna á www.basket.fi/nc2019

Bein netútsending frá öllum leikjum mótsins: https://www.youtube.com/user/basketfinland