Nýliðar Þórs Ak í Dominos deild karla eru þessa dagana að safna liði fyrir komandi átök. Á dögunum samdi liðið við Hansel Atencia sem kemur beint úr bandaríska háskólaboltanum. Þetta tilkynnti fyrrum skóli hans á síðu sinni á dögunum.

Atencia þessi er fæddur í Kólumbíu en er með tvöfalt ríkisfang og er því einnig spænskur. Hann er nýútskrifaður frá Masters háskólanum í NAIA deildinni. Hann átti frábært lokaár þar sem hann var valinn í annað úrvalslið sinnar deildar. Hansel er 22. ára leikstjórnandi.

Leikmaðurinn hefur einnig leikið með Kólumbíska A-landsliðinu í gegnum tíðina og lék stórt hlutverk í undankeppni Heimsmeistaramótsins sem fram fer í sumar. Þar var hann með 13,3 stig og 4,5 stoðsendingar í leik en Atencia lék þar gegn núverandi og fyrrverandi NBA leikmönnum.

Ungt lið Þórs Ak mun því að öllum líkindum styrkjast verulega við komu Atencia en liðið hefur misst Pálma Geir Jónsson sem var úrvalsliði 1. deildar á síðustu leiktíð.