Íslenska U18 lið drengja hóf leik á Norðurlandamóti yngri landsliða fyrr í dag þegar liðið mætti Noregi. Leikur Íslands var kaflaskiptur en að lokum hófst sigur 76-83. 

Gangur leiksins:

Ísland byrjaði leikinn að þvílíkum krafti, liðið var ákveðið, varnarleikurinn sterkur og skotin rötuðu öll ofan í. Frábær byrjun skóp 17-3 forystu Ísland eftir fimm mínútna leik. Því miður tókst liðinu ekki að halda sama ákafa í vörninni og náði Noregur hægt og rólega að saxa á forskot Íslands. Staðan í hálfleik 42-45 fyrir Íslandi.

Noregur virtist vera að sigla framúr í byrjun fjórða leikhluta og klára leikinn. Þá stigu leikmenn Íslands upp og kláruðu leikinn með virilega góðum endasprett. Lokastaðan 76-83 fyrir Íslandi sem byrjar mótið vel.

Lykilleikmaður:

Dúi Þór Jónsson var gríðarlega mikilvægur fyrir lið Íslands í dag. Hann skilaði 18 stigum, 8 stoðsendingum og 6 fráköstum í leiknum. Dúi steig þvílíkt upp í lok leiksins sem skóp sigurinn að lokum. Einnig var Styrmir Snær Þrastarson öflugur með 14 stig. 

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Ólafur Þór)

Viðtöl eftir leik: