Undir 16 ára stúlknalið Íslands tapaði í dag fyrir Noregi með 4 stigum, 50-54. Leikurinn sá fyrsti sem liðið leikur á Norðurlandamóti þessa árs í Kisakallio í Finnlandi.

Gangur leiks

Ísland byrjaði leik dagsins mun betur. Voru komnar með 9 stiga forystu eftir aðeins nokkurra mínútna leik, 11-2. Þær norsku voru þó fljótar að ranka við sér og komast inn í leikinn, en eftir fyrsta leikhluta leiddi Ísland 17-13. Undir lok hálfleiksins var leikurinn svo í járnum, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja var staðan 25-21 Íslandi í vil.

Í seinni hálfleiknum var leikurinn svo áfram spennandi. Noregur þó skrefinu á undan í þriðja leikhlutanum. Staðan fyrir lokaleikhlutann 37-40 fyrir Noreg. Lítið var skorað í fjórða leikhlutanum, leikurinn gjörsamlega í járnum og endaði á því að fremlengja þurfti, 43-43.

Framlenging íslenska liðsins svo afleit, þar sem þær lentu mest 8 stigum undir. Þær náðu þó aðeins að laga þá stöðu og voru óheppnar að tryggja sér ekki aðra framlengingu undir lokin. Töpuðu að lokum með 4 stigum, 50-54.

Hetjan

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Lára Ösp Ásgeirsdóttir. Á rúmum 34 mínútum spiluðum skilaði hún 17 stigum, 7 fráköstum og 2 vörðum skotum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Viðtöl