Undir 16 ára drengjalið Íslands lagði það norska í dag með 25 stigum, 78-53. Leikurinn sá fyrsti sem liðið leikur á Norðurlandamóti þessa árs í Kisakallio í Finnlandi.

Gangur leiks

Snemma í leik dagsins var ljóst í hvað stefndi. Eftir fyrsta leikhluta leiddu íslensku strákarnir með 9 stigum, 21-12. Þegar í hálfleik var komið höfðu þeir svo bætt enn frekar við forystuna og voru 18 stigum yfir þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 43-25.

Norðmenn náðu aðeins áttum í upphafi seinni hálfleiksins, en aldrei nóg til þess að virðast einusinni líklegir til þess að ætla að vinna niður forystu Íslands. Að lokum sigraði Ísland með 25 stigum, 78-53.

Hetjan

Ólafur Ingi Styrmisson var atkvæðamestur í annars nokkuð jöfnu liði Íslands í dag. Á 24 mínútum spiluðum skilaði hann 12 stigum, 8 fráköstum, 2 stoðsendingum og var +27 á vellinum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Viðtöl