Úrslitabomba: Warriors verja titilinn – Draymond Green er mikilvægasti leikmaðurinn þeirra

Komandi fimmtudagskvöld fara af stað lokaúrslit NBA deildarinnar. Verður það verkefni ríkjandi meistara að verja titilinn gegn Toronto Raptors, sem eru í fyrsta skipti komnir í úrslitin.

Leið liðanna í úrslititin nokkuð ólík. Þar sem að í úrslitum Austurstrandarinnar þurftu Raptors að kljást við sterkt lið deildarmeistara Milwaukee Bucks í sex leikjum á meðan að Warriors fóru nokkuð létt, eða í fjórum leikjum, í gegnum lið Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturstrandarinnar.

Til þess að ræða þetta og margt, margt fleira fékk podcastið Tómas Twittah Steindórsson í heimsókn til sín, en eins og allir vita, þá er hann harðasti stuðningsmaður Warriors í heiminum.

Umsjón: Davíð Eldur & Sigurður Orri

Dagskrá

00:00 – Létt hjal

02:00 – Bucks v Raptors

15:00 – All NBA liðin 

29:00 – Warriors v Trail Blazers

32:00 – Úrslitaeinvígi Raptors & Warriors