Fjórir leikir fóru fram í dag í undanúrslitum 10. flokks drengja og stúlkna í Mustad Höllinni í Grindavík í dag.

Í fyrsta leik dagsins lögðu Breiðablik lið Fjölnis með tveimur stigum, 50-48. Var það Hjalti Steinn Jóhannsson sem var atkvæðamestur Blikadrengja í leiknum með 14 stig og 9 fráköst á 22 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks

Í hinum undanúrslitaleiknum sigraði Stjarnan lið Hrunamanna/Þórs með 10 stigum, 70-60. Þar var það Orri Gunnarsson sem dróg vagninn í sigurliðinu með 15 stigum, 11 fráköstum og 4 vörðum skotum.

Tölfræði leiks

Það verða því Breiðablik og Stjarnan sem mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn kl. 10 í fyrramálið í Grindavík.

Í fyrri leik undanúrslita 10. flokks stúlkna lagði Njarðvík granna sína úr Keflavík með 14 stigum, 54-40. Lára Ösp Ásgeirsdóttir atkvkæðamest Njarðvíkurstúlkna með 19 stig og 9 fráköst á rúmum 28 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks

Grindavík lagði svo Tindastól/Þór með 22 stigum, 63-41 í síðasta leik dagsins. Elísabeth Ýr Ægisdóttir atkvæðamest heimastúlkna í leiknum með 11 stig, 10 fráköst og 2 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Það verða því heimastúlkur í Grindavík og Njarðvík sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn kl. 12 á morgun í Mustad Höllinni.

Í heildina verða þrír úrslitaleikir á morgun, en eftir úrslitaleiki 10. flokks drengja og stúlkna, munu Njarðvík og Breiðablik mætast kl. 14:00 í úrslitum unglingaflokks karla.