Þór varð fyrr í dag Íslandsmeistari í drengjaflokki með 13 stiga, 85-72, sigri á Fjölni.

Þór hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik leiksins. Leiddu með 4 stigum eftir fyrsta leikhluta, 17-13. Þegar í hálfleik var komið höfðu þeir næstum tvöfaldað þá forystu, voru 7 stigum yfir, 34-27.

Í upphafi seinni hálfleiksins náði Fjölnir aðeins að vinna það niður, en staðan fyrir lokaleikhlutann var þó enn Þór í vil, 55-51. Í honum var leikurinn svo í járnum. Endaði venjulegur leiktími á tveimur vítaskotum Fjölnis af vítalínunni til þess að jafna leikinn og tryggja framlengingu. Gerðu þeir vel í að setja þau skot niður.

Í framlengingunni tóku Þórsarar hinsvegar leikinn yfir. Settu 16 stig á töfluna á móti aðeins 3 frá Fjölni og voru því að lokum Íslandsmeistarar fyrir árið 2019.

Besti leikmaður leiksins var Baldur Örn Jóhannesson, en hann skoraði 21 stig, tók 24 fráköst og gaf 7 stoðsendingar á tæpum 38 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks