Akureyringar ætla sér stóra hluti í Dominos deild karla á næstu leiktíð en á dögunum endurnýjaði liðið samninga við fjóra unga og efnilega leikmenn.

Þetta eru þeir Baldur Örn Jóhannesson, Kolbeinn Fannar Gíslason, Júlíus Orri Ágústsson og Ragnar Ágústsson sem skrifuðu undir tveggja ára samninga við Þór.  Allir eru þeir af norðurlandinu, réttara sagt allir uppaldir Þórsarar utan Ragnars sem er uppalinn hjá Tindastól.

Júlíus Orri Ágústsson lék stærsta hlutverkið af þessum leikmönnum á síðustu leiktíð en hann var með 12,2 stig, 4 fráköst og 3,6 stoðsendingar að meðtali í þeim 21 leik sem hann lék. Þórsarar sigruðu 1. deild karla og eru því á leið á nýjan leik í Dominos deild karla.

Á heimasíðu Þórs segir Lárus Jónsson þjálfari liðsins um undirskriftina:
,,Það er gríðarlega mikilvægt að þessir ungu og efnilegu leikmenn ætli að spila fyrir fyrir okkur næstu tvö árin. Allir áttu þeir hlut í að koma liðinu upp úr fyrstu deild og svo er það undir þeim komið hvernig þeir nýta sumarið hversu stórt þeirra hlutverk verður í Dominos deildinni næsta vetur