Hér fyrir neðan má sjá hvernig að skiptingin var á milli félaganna í úrslitaleikjum Íslandsmóta yngri flokka í vetur.

Sjá má að þar eru tvö félög sem bera höfuð og herðar yfir önnur, annars vegar meðal drengja og hinsvegar stúlkna.

Stjörnudrengir komust oftast allra félaga í úrslitaleiki Íslandsmóts, eða í sex flokkum. Í þessum sex flokkum náðu þeir í Íslandsmeistaratitilinn í tveimur þeirra. Tvö önnur félög náðu einnig í tvo Íslandsmeistaratitla, Fjölnir og Breiðablik, sem bæði fóru í þrjá úrslitaleiki.

Keflavíkurstúlkur fóru svo í fimm úrslitaleiki um Íslandsmeistaratitilinn og sigruðu tvo af þeim. Unnu þar með jafn marga titla og bæði KR og Grindavík. KR fór í þrjá úrslitaleiki, en Grindavík tvo.

Samantektina má sjá í heild hér fyrir neðan: