Tveir oddaleikir fóru fram í undanúrslitum Austur og Vesturstrandar úrslitakeppni NBA deildarinnar í gærkvöldi og í nótt.

Portland Trail Blazers lögðu heimamenn í Denver Nuggets með 100 stigum gegn 96. Var það bakvörðurinn CJ McCollum sem var besti maður vallarins, með 37 stig og 9 fráköst. Blazers mæta því meisturum Golden State Warriors næst í úrslitum Vesturstrandarinnar.

Þá lögðu heimamenn í Toronto Raptors lið Philadelphia 76ers með 92 stigum gegn 90. Kawhi Leonard bestur Rators manna með 41 stig og 8 fráköst. Þá setti hann einnig niður ævintýralega sigurkörfu til þess að tryggja þeim sigurinn. Raptors mæta næst Milwaukee Bucks í úrslitum Austurstrandarinnar.

Úrslit næturinnar

Portland Trail Blazers 100 – 96 Denver Nuggets

(Trail Blazers fara áfram 4-3)

Philadelphia 76ers 90 – 92 Toronto Raptors

(Raptors fara áfram 4-3)