Lokahóf KKÍ fór fram í hádeginu í dag þar sem tímabilin í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins voru gerð upp.

Líkt og áður var besti dómari Dominos deildanna valinn. Að valinu standa þjálfarar, fyrirliðar og formenn liðanna í Dominos deildunum.

Í ár var það Sigmundur Már Herbertsson sem var valinn besti dómarinn. Þetta er fimmta árið í röð sem Sigmundur er valinn besti dómarinn á lokahófi KKÍ.

Alls er þetta í þrettánda skipti sem Sigmundur hlýtur verðlaunin en það var í fyrsta sinn árið 2005. Síðan þá eru einungis tvö ár sem hann hlaut ekki verðlaunin. Því hefur hann hlotið þessa viðurkenningu í þrettán af síðustu fimmtán skiptum.