Meistarar síðustu sex ára í KR gengu í gær frá samningum við þrjá nýja leikmenn. Fá þeir Brynjar Þór Björnsson úr Tindastóli, Jakob Sigurðarson frá Boras í Svíþjóð og bróðir hans Matthías Sigurðarson úr ÍR. Allt eru þetta uppaldir leikmenn KR, sem eru eftir mislangan tíma að snúa aftur heim í Vesturbæinn.

Sigurbjörn Daði Dagbjartson settist niður með formanni KR, Böðvari Guðjónssyni eftir að blekið hafði þornað í höfuðstöðvum Alvogen í gær og ræddi við hann um uppgang KR og framtíðina.

Upptakan er hluti af Sibbaspjalli, en það er bæði aðgengilegt sem podcast inni á iTunes og öðrum veitum, sem og á myndbandi hér fyrir neðan.