Þórsarinn Baldur Þór Ragnarsson ákvað á dögunum að kveðja sitt uppeldisfélag í Þorlákshöfn eftir að hafa verið aðalþjálfari þess í eitt ár og taka við Tindastóli.

Gerði Baldur nokkuð vel á sínu fyrsta ári með liðið, skilaði þeim meðal annars í undanúrslit úrslitakeppni Dominos deildarinnar, þar sem þeir lutu í lægra haldi fyrir Íslandsmeisturum KR. Ef ekki hefði verið fyrir mjög svo óvæntan árangur ÍR, sem fóru alla leiðina í oddaleik um titilinn, hefði spútniklið, eða það sem kom mest á óvart alveg klárlega verið lið Baldurs í Þorlákshöfn.

Sigurbjörn Daði Dagbjartson settist niður með þjálfaranum á sólríkum degi í Þorlákshöfn og ræddi við hann um viðskilnaðinn við Þór, nýja starfið í Skagafirði og framtíðina.

Upptakan er sú fyrsta af röð sem ber nafnið Sibbaspjall, en það er bæði aðgengilegt sem podcast inni á iTunes og öðrum veitum, sem og á myndbandi hér fyrir neðan.