Off-season: Ghetto Hooligans leysa frá skjóðunni

Nú fyrst að körfuboltatímabilið er í pásu ætlum við hjá Körfunni að taka fyrir nokkra stólpa innan körfuboltahreyfingarinnar. Þessir aðilar munu koma úr öllum áttum; þetta verða leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn, sjálfboðaliðar og fleiri sem munu ræða hvernig þeir koma að og þrífast í þessari móður allra íþrótta.

Fyrstu viðmælendur okkar eru Ghetto Hooligans. Sigurður Breiðfjörð Þorsteinsson og Bóbó Daníelsson eru tveir hausar þessa mikla stuðningshóps sem kemur alla leið úr Breiðholti og styðja sitt lið, ÍR, út í rauðan dauðann. Við ræðum upphafið, stígandi í stuðningssveitinni gegnum bætt gengi ÍR-liðsins og samskipti þeirra við aðra stuðningshópa á landinu. Við útkljáum lélega kyrjið sem kom Hooligönunum í vandræði gagnvart samkynhneigðum, slagsmál við Silfurskeiðina og ríginn við Garðabæ ásamt því að fara yfir suma söngva sveitarinnar og hvar þeir fá hugmyndirnar að þessum lögum sínum. Að lokum förum við yfir öskubuskuævintýrið sem lauk með tárum gegn KR í oddaleik úrslitaséríunnar. Njótið vel!

Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson

Gestir: Bóbó Daníelsson og Sigurður Breiðfjörð Þorsteinsson

00:00:30 – Siggi og Bóbó kynntir og upphaf Ghetto Hooligans rætt
00:09:50 – “Hommar í KR”-kyrjið
00:13:50 – Aðrar stuðningssveitir og samskiptin þar a milli
00:16:20 – Ghetto Hooligans vs. Silfurskeiðin
00:18:50 – Stjörnutreyjan alræmda
00:23:05 – Endalaust drama milli Stjörnunnar og ÍR
00:25:05 – Stjarnan-ÍR í bikarnum 2019: Höggið mikla
00:29:00 – Hve langt skal farið á leiki? Gúrkubóndasagan.
00:32:00 – Uppáhaldsleikmenn Hooligana?
00:35:15 – Öskubuskuævintýrið: Njarðvíkur-sérían
00:38:20 – Öskubuskuævintýrið: Stjarnan, þriðja skiptið á þremur árum
00:48:30 – “I Believe”-kyrjið
00:50:00 – Öskubuskuævintýrinu lýkur gegn KR