Nokkur sæti losnuðu í körfuboltabúðum Vestra

Körfuboltabúðir Vestra fara fram 4.-9. júní næstkomandi á Ísafirði.

Þar sem æfingar nokkurra yngri landsliða lenda á sömu helgi og búðirnar hafa nokkur sæti losnað síðustu daga og er því enn mögulegt að skrá sig í þessar skemmtilegustu körfuboltabúðir norðan Alpafjalla.

Allar frekari upplýsingar um skráningu og fleira er að finna á heimasíðu búðanna hér.