Njarðvíkurdrengir urðu Íslandsmeistarar í minnibolta 10 ára um helgina.

Fóru þeir taplausir í gegnum síðasta mót ársins, 5-0, í Mathús Garðabæjar höllinni.

Nokkur spenna var fyrir lokaleik mótsins, þar sem að liðið mætti taplausu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik um titilinn.

Fór svo að Njarðvík sigraði leikinn með einu stigi, 25-24 og stóðu uppi sem Íslandsmeistarar 2019.