Haukar hafa ráðið fyrrum þjálfara Tindastóls Israel Martin til þess að stýra skútunni í Dominos deilda karla á næsta tímabili.

Ívar Ásgrímsson hætti með liðið eftir síðasta tímabil og hefur eftirmaður hans ekki verið ráðinn. Hávær orðrómur hefur verið uppi síðustu misseri að Israel Martin væri að taka við liði Hauka fyrir komandi tímabil sem var svo staðfestur í dag með fréttatilkynningu frá félaginu.

Líkt og fram kemur í fréttatilkynningu. Þá segist Israel vera mjög ánægður að vera kominn til starfa hjá eins stóru og flottu félagi og Haukar eru. Hann sé þakklátur fyrir það tækifæri sem félagið er að gefa honum og er mjög spenntur fyrir næsta vetri. Hann segir að fjölskyldan njóti þess að búa á Íslandi og vilji hvergi annarsstaðar vera.

Bragi Magnússon, formaður kkd. Hauka, sagðist vera himnilifandi með að Haukar hafi ráðið til sín vel metinn og reynslu mikinn þjálfara sem Israel Martin er. Hann segir það lýsa þeim metnaði sem Haukar ætla að halda áfram að leggja í starfið og hlakkar mikið til samstarfsins við Israel og áframhaldandi uppbyggingar til næstu ára.

Þá var einnig tilkynnt að Vilhjálmur Steinarsson yrði áfram í þjálfarateymi liðsins og að Stefán Þór Borgþórsson væri nýr framkvæmdarstjóri kkd. félagsins.