Kristófer Acox leikmaður KR var fyrr í dag kjörinn besti leikmaður Dominos deildar karla tímabilið 2018-2019. Kristófer lyfti Íslandsmeistaratitlinum síðasta laugardag með KR eftir frábæra úrslitakeppni.

Kristófer byrjaði tímabilið í Frakklandi en sneri aftur í KR rétt fyrir lok gluggans í nóvember síðastliðinn. Hann lék 27 leiki fyrir KR í heildina fyrir KR og endaði með 14,7 stig og 9,7 fráköst að meðaltali í leik. Mikill stígandi var í leik hans og var hann gríðarlega mikilvægur fyrir KR í úrslitakeppninni.

Karfan ræddi við Kristófer eftir að hann hafði tekið við titlinum í hádeginu. Viðtalið má finna hér að neðan: