Lokahóf KKÍ fór fram í hádeginu í dag þar sem tímabilin í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins voru gerð upp.

KR stóð uppi sem sigurvegarar í Dominos deild karla eftir æsilega úrslitakeppni þar sem andstæðingurinn í úrslitaeinvíginu var ÍR. Stjarnan varð deildarmeistari en KR endaði í fimmta sæti deildarinnar.

Verðlaunin í Dominos deild karla dreifðust eftirfarandi.

BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019

Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan

BESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (f. 2000 eða síðar)

Hilmar Smári Henningsson · Haukar 

PRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (valið af dómurum)

Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan

BESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019

Julian Boyd · KR

BESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar karla 2018-2019

Borche Ilievski · ÍR    

ÚRVALSLIÐ Domino’s DEILDAR KARLA 2018-2019

Matthías Orri Sigurðarson · ÍR

Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan

Kristófer Acox · KR

Hlynur Bæringsson · Stjarnan

Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR

BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019

Kristófer Acox · KR