Kristinn Pálsson hefur framlengt samningi sínum við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur út næstkomandi leiktíð 2019-2020.

Kristinn er 21 árs gamall og skilaði 6 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

Áður höfðu Jón Arnór Sverrisson, Logi Gunnarsson og Maceik Baginski framlengt í Ljónagryfjunni.