KR varð í dag Íslandsmeistari í minnibolta 10 ára stúlkna eftir sigur á Keflavík í hreinum úrslitaleik í DB Schenkerhöllinni í Hafnarfirði.

Fyrir mót var ljóst að það stefndi í úrslitaleik milli KR og Keflavík í síðasta leik helgarinnar. Sú var raunin þrátt fyrir óvænt tap Keflavíkur stúlkna gegn Þór Akureyri.

Á meðan kláruðu KR stelpur alla sína leiki. Svo fór að lokum að KR unnu öruggan 18-6 sigur gegn Keflavík í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.