Keflavík sigraði KR fyrr í dag með 11 stigum, 75-64, í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Stúlknaflokki.

Keflavík byrjaði leik dagsins mun betur en KR. Leiddu með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta, 22-13 og 18 þegar í hálfleik var komið, 47-29. Við þessa forystu bættu þær svo við í upphafi seinni hálfleiksins, en staðan fyrir lokaleikhlutann var 65-39 Keflavík í vil. Í honum kom KR þó aðeins til baka og sigraði lokahlutann með 15 stigum, 10-25. Það var þó langt frá því ð vera nóg og Keflavík stóð uppi sem sigurvegari.

Besti leikmaður leiksins var Anna Ingunn Svansdóttir, en hún skoraði 30 stig og stal 5 boltum á 21 mínútu spilaðri.

Tölfræði leiks