Toronto Raptors lögðu lið Milwaukee Bucks í nótt í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurstrandar NBA deildarinnar. Sigurinn sá fjórði fyrir Raptors, unnu þeir því deildina þetta árið og munu mæta nýkrýndum meisturum Vesturstrandar, Golden State Warriors, í úrslitum um NBA meistaratitilinn 2019.

Leikur næturinnar nokkuð jafn, þó svo að Bucks hafi leitt hann fyrstu þrjá fjórðungana. Í upphafi þess fjórða komust heimamenn í Raptors í nauma forystu, sem þeir svo héldu út leikinn. Mest leiddu Bucks með 15 stigum í leiknum, en það var í fyrri hálfleiknum. Forysta Raptors undir lokin fór aldrei yfir 8 stig.

Kawhi Leonard bestur leikmanna á vellinum í leiknum, skoraði 27 stig, tók 17 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 2 boltum.

Tölfræði leiks

Fyrsti leikur úrslita Warriors og Raptors fer fram komandi fimmtudag í Scotiabank í Kanada, þar sem að Toronto van 58 leiki í deildarkeppni vetrarins á móti aðeins 57 sigrum Warriors.