Keflavík tilkynnti í dag ráðningu á þremur nýjum þjálfurum.

Jón Guðmundsson gaf það út á dögunum að hann myndi ekki halda áfram með kvennaliðið. Við honum og Magnúsi Þór Gunnarssyni taka Jón Halldór Eðvaldsson og honum til aðstoðar Hörður Axel Vilhjálmsson.

Tekið er fram í fréttatilkynningu að Hörður Axel muni að sjálfsögðu spila áfram með karlaliði félagsins.

Jón Guðmundsson hafði einnig verið að stoðarþjálfari Sverrirs Þórs Sverrissonar hjá karlaliðinu, en í hans stað kemur fyrrum þjálfari Skallagríms, Finnur Jónsson.