Í kvöld kl. 20:00 fer fram fimmti leikur úrslitaeinvígis KR og ÍR í Dominos deild karla í DHL höllinni í Vesturbænum.

Síðasti oddeleikur um titilinn fór fram árið 2017 á sama stað, en þá unnu KR lið Grindavíkur nokkuð örugglega.

Sigri KR í kvöld verður þetta sá 6. í röð fyrir félagið. Sigri ÍR verður þetta sá fyrsti í 42 ár og sá allra fyrsti eftir að fyrirkomulag úrslitakeppni var tekið upp.

Fyrir þjálfara ÍR, Borche Ilievski, er þetta fyrsti oddaleikurinn um Íslandsmeistaratitil. Þjálfari KR, Ingi Þór Steinþórsson, hefur í eitt skipti farið í slíkan leik. Það var þegar hann gerði Snæfell að meisturum árið 2010 með 36 stiga sigri í Keflavík í lokaleik.

Fyrir leikinn í kvöld er vert að hafa þessi atriði á hreinu:

Miðasala á netinu hér – https://www.kr.is/midasala/

1. BBQ 16:00 – Veðurspáin er frábær!
2. Miðasala í anddyri KR opnar kl 17:00
3. Opnað inn í sal 18:30
4. Tip-off 20:00
5. Til að létta álagi á posakerfi þá er fólk hvatt til að
mæta með reiðufé. 

Bílastæði:
Gervigras KR inga
Grandaskóla
Ægisborg
Kringum Vesturbæjarlaug
Við Flyðrugranda
Við Grandaborg
Við Ægisborg
Við Háskólasvæðið
Við Verlsun Víðis beint á móti JL Húsinu