Grindavík hefur framlengt samning sínum við bakvörðinn tvítuga Ingva Þór Guðmundsson um tvö ár, eða út tímabilið 2020/21.

Ingvi er uppalinn Grindvíkingur sem fyrst lék fyrir meistaraflokk félagsins árið 2014. Byrjaði hann síðasta tímabil með háskólaliði St. Louis í Bandaríkjunum, áður en hann skipti aftur heim í Grindavík þar sem hann kláraði tímabilið.

Í 12 leikjum með Grindavík á síðasta tímabili skilaði Ingi 12 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.