Keflavík hefur komist að samkomulagi við Hjalta Þór Vilhjálmsson um að þjálfa meistaraflokk karla í komandi átökum Dominos deildarinnar.

Tekur hann við starfinu af Sverri Þór Sverrissyni, sem vegna aukinna umsvifa á öðrum vettvangi getur ekki haldið áfram með liðið.

Hjalti kemur til liðsins úr Vesturbænum, þar sem hann var meðal annars aðstoðarþjálfari Inga Þórs Steinþórssonar hjá Íslandsmeisturum KR. Áður hafði Hjalti verið aðalþjálfari bæði uppeldisfélags síns í Fjölni og hjá Þór á Akureyri.