Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir mun leika með liði KR á næstu leiktíð. Þetta var staðfest rétt í þessu á blaðamannafundi KR.

Hildur hefur leikið á Spáni síðustu tvö tímabil en hefur nú ákveðið að söðla um og leika með KR. Samningur hennar við KR er til eins árs.

Karfan spjallaði við Hildi eftir að skrifað hafði verið undir í Vesturbænum fyrr í dag.