Helena Sverrisdóttir leikmaður Vals var fyrr í dag kjörin besti leikmaður Dominos deildar kvenna tímabilið 2018-2019. Helena lyfti Íslandsmeistaratitlinum í síðustu viku með Val eftir frábæra úrslitakeppni.

Helena lék í Ungverjalandi í upphafi tímabils en sneri aftur rétt fyrir lok félagaskiptagluggans. Þá samdi hún við Val. Eftir komu hennar tapaði Valur einungis tveimur leikjum út tímabilið. Valur endaði með Íslands, bikar- og deildarmeistaratitil að loknu tímabili. Helena lék 27 leiki og var með 20,1 stig, 10,4 fráköst og 7,1 stoðsendingu að meðaltali í leik fyrir Val.

Karfan ræddi við Helenu eftir að hún hafði tekið við heiðrinum í hádeginu. Viðtalið má finna hér að neðan: