Sindri hefur samið við Halldór Steingrímsson um að þjálfa liðið á komandi tímabili í 1. deild karla. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu á Facebook síðu sinni.

Skrifaði Halldór undir tveggja ára samning við félagið í gær, en bæði er hann menntaður íþróttafræðingur og með meistaragráðu í stjórnun íþróttafélaga.

Halldór hefur síðastliðin 15 ár þjálfað nær alla flokka hjá Fjölni, en samkvæmt pósti Sindra gera þeir sér vonir um að ná að halda þjálfaranum jafn lengi fyrir austan.