Snæfell tilkynntu í dag að Gunnlaugur Smárason tæki við þjálfun liðsins fyrir næsta vetur í Domino’s deild kvenna, en honum til aðstoðar verður Gísli Pálsson. Þeir félagar taka við liðinu af Baldri Þorleifssyni, en undir stjórn Baldurs lenti liðið í fimmta sæti Domino’s deildarinnar síðastliðinn vetur.

Þá var jafnframt tilkynnt að þær Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur, Rebekka Rán Karlsdóttir og Helga Hjördís Björgvinsdóttir hefðu framlengt samninga sína við félagið, auk þess sem tilkynnt var að Rósa Kristín Indriðadóttir hefði ákveðið að taka fram skóna að nýju eftir hlé.