Grindavík og Keflavík áttust við í úrslitaleik um íslandsmeistaratitil 9. flokkar stúlkna í dag. Grindavík lagði Þór Þorlákshöfn og Keflavík lagði Njarðvík í undanúrslitum. Leikurinn var kaflaskiptur í byrjun en þegar leið á var hann jafn og spennandi.

Grindvíkingar voru sterkari á lokametrunum og tryggðu sér titilinn eftir æsispennandi lokamínútu 49 – 46. Maður leiksins var Hekla Eir Nökkvadóttir. Hún setti 27 stig og tók 10 fráköst í leiknum.

Tölfræði leiks