Getur þú sett saman besta liðið? – 3×3 mót í Vesturbænum um mánaðarmótin

Fastbreak Basketball 3×3 eru með mót í DHL-Höllinni fyrir 7. flokk og uppúr nú um næstu mánaðarmót. 7.-10. bekkur spila fimmtudaginn 30. maí og eldri á laugardeginum 1. júní. Hérna er um að ræða rábært tækifæri á að kynna og byrja í 3×3, sem verður meðal annars keppnisgrein á næstu Ólympíuleikum

Allar frekari upplýsingar um fyrirkomulag og skráningu er að finna hér fyrir neðan.

FYRIRKOMULAG MÓTSINS

Round-robin fyrirkomulag í hverjum aldursflokki

6 mínútna leikir – klukkan ekkert stoppuð

Lágmark 7 leikir á lið + Úrslitakeppni fyrir efstu fjögur liðin í hverjum riðli

Verðlaun fyrir sigurvegarana

SKRÁNING

3 til 4 leikmenn í liði  (hámark = 4) 

(Við mælum með að lið skipi 4 leikmenn, uppá meiðsli, úthald, ofl..)

Skráning fer fram á fastbreak3x3@gmail.comeða á www.3×3.is

Dagskrá

FIMMTUDAGURINN 30. MAÍ

Stelpur og strákar í 7-8 bekk (fædd 2006 og 2005) spila 10-13

Strákar og stelpur í 9-10 (fædd 2004 og 2003) bekk spila frá klukkan 14-17

Hámarks fjöldi af liðum er í hvern aldursflokk. Skráið ykkur sem fyrst.

Síðasti dagur til að skrá sig er Þriðjudagurinn 28. Maí – verð á lið 4000 krónur

LAUGARDAGINN 1. JÚNÍ

Verður leikið í stúlknaflokki, drengjaflokki og unglingaflokki (fædd 2002-1998) frá 10-13 Verð á lið 4000 krónur.

Verður svo mót fyrir fullorðna og skorum við á alla konur og karla (fædd 1997 og eldri) að taka þátt. Verð á lið 8000 krónur.

Hámarks fjöldi af liðum er í hvern aldursflokk. Skráið ykkur sem fyrst.

Síðasti dagur til að skrá sig er Fimmtudagurinn 30. Maí